Um Kötlurnar

Kvennakór­inn Katla var stofnaður árið 2012 og sam­an­stend­ur af 60 konum sem hitt­ast viku­lega og syngja sam­an undir stjórn kórstýranna Hildigunnar Einarsdóttur og Lilju Daggar Gunnarsdóttur. Flestar konurnar eru á aldrinum 20-40 ára og koma úr ýmsum áttum en eiga það sameiginlegt að njóta söngs og sköpunar í skemmtilegum félagsskap. Með söng sín­um fá þær fólk til að gráta, hlæja, klappa og sann­fær­ast um að lífið sé gott. Kórinn syngur allskonar tónlist og fer ótroðnar slóðir í sköpun sinni. Allir kórmeðlimir eru virkir þátttakendur í sköpuninni og er reynt að finna það sérstaka í hverjum og einum og það nýtt til að gera samhljóm kórsins einstakan. Kórinn syngur bæði þjóðlög og popplög, íslensk og erlend en reynir að vera með feminíska slagsíðu í lagavali.. Kötlurnar syngja allt án undirleiks og nota líkamana mikið, klappa, stappa og hrópa og leggja mikið upp úr fallegri sjónrænni framkomu.

Kvennakórinn Katla tekur að sér fjölbreytt gigg til viðbótar við árlega vor- og hausttónleika sína. Kórinn hefur tekið þátt í ýmsum listrænum gjörningum og spuna, sungið á árshátíðum, jólahlaðborðum, í hvataferðum, sjónvarpsþáttum, beinni útsendingu, útvarpi, gufubaði, á sameiginlegum jólatónleikum með Bartónum, við athafnir og opnunarhátíðir viðburða, off-venue á Airwaves, á ráðstefnum, við veislur í heimahúsum, brúðkaupum, auglýsingum, flash-mob uppákomum og svo mætti lengi telja.

Haustið 2015 gaf kórinn út sitt fyrsta pródúseraða tónlistarmyndband við útsetningu Lilju Daggar Gunnarsdóttur kórstýru á laginu Draumaprinsinn eftir Magnús Eiríksson og er það líklega fyrsta tónlistarmyndband sinnar tegundar á Íslandi,kórinn stefnir á frekari tónlistarmyndbandagerð á næstu misserum.

Netfang kórsins er kvennakorinn.katla@gmail.com og finna má Facebook síðu kórsins á www.facebook.com/kvennakorinnkatla þar eru reglulega settar inn fréttir af kórnum og hlekki á verkefni sem kórinn hefur tekið þátt í. Þar er hægt að setja sig í samband við stjórn kórsins og stýrur með fyrirspurnir um gigg, verð og lagaval.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s